Aðalfundur og lagabreytingar

Sett inn 8th Mar 2023 15:08:38 í Almennt

 
Hlutverk stjórnar:
Formaður
-Boðar til stjórnarfunda og skal sitja fyrir hönd félagsins í stjórn FV. Jafnframt er formaður einn þriggja fulltrúa nemenda á deildarfundum Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar (U&B). Formaður situr í deildarráði U&B og situr auk þess í stjórn Náttverks fyrir hönd nemenda U&B samkvæmt lögum samtakanna.
Gjaldkeri
- Er varaformaður félagsins og sér um fjármál og bókhald þess auk þess að sjá um sameiginlegan sjóð FV þriðja hvert ár. Gjaldkeri er einn þriggja fulltrúa nemenda á deildarfundum U&B. Gjaldkeri skal jafnframt vera varamaður formanns í stjórn Náttverks.
Ritari
- Skrifar fundargerðir og skulu þær vera aðgengilegar fyrir félagsmenn. Ritari skal halda utan um tillögur að lagabreytingum og stýrir kosningu um þær. Ritari sér einnig um heimasíðu félagsins og nýtur við það aðstoðar tölvunefndar. Einnig skal ritari sjá um að uppfæra símaskrá og lög Naglanna á heimasíðu félagsins.
Skemmtanastjóri
- Skal hafa umsjón með skipulagningu vísindaferða og annast aðrar skemmtanir félagsins í samvinnu við aðra stjórnarmeðlimi félagsins.
Kynningarfulltrúi
- Hefur umsjón með kynningarstarfsemi félagsins út á við. Kynningarfulltrúi situr í árshátíðarnefnd. Kynningarfulltrúi kynnir alla viðburði Naglanna til félagsmanna.
Ef þú hefur áhuga á að bjóða þig fram til stjórnar þá er hægt að bjóða sig fram hér:
Ef þú vilt koma með tillögu að lagabreytingum þá má skila þeim hingað:
Einnig verður kosið í eftirfarandi hlutverk á aðalfundinum en ekki þarf að bjóða sig fram í þau fyrr en á fundinum sjálfum.
Tvo skoðunarmenn ársreikninga.
Einn alþjóðafulltrúa sem jafnframt situr í stjórn IAESTE. Alþjóðafulltrúi sér um að koma sér í samband við skiptinema í grunnámi við deildina og verður tengiliður þeirra inn í félagið. Fulltrúinn er kjörinn til tveggja ára.
Einn umhverfis- og kennslumálafulltrúa. Fulltrúinn skal vera fyrirmynd nemenda í umhverfismálum og sjá til þess að hugað sé að umhverfismálum innan U&B. Fulltrúinn skal sjá um nemendaráðgjöf og kemur sjónarmiðum nemenda í kennslumálum á framfæri. Fulltrúinn er jafnframt einn þriggja fulltrúa nemenda á deildarfundum U&B og fulltrúi Nagla í Umhverfisnefnd Verkfræði-og náttúruvísindasviðs.
Tvo hirðljósmyndara sem í sameiningu varðveita merki Naglanna á merkisstundum.
Einn íþróttafulltrúa sem hefur umsjón með íþróttaviðburðum á vegum félagsins, auk þess að sjá um tengsl þess við íþróttamót Háskóla Íslands.
Einn einstakling í embætti verndara, öðru nafni hagsmunafulltrúi, sem vakir yfir æru félagsmanna. Verndari situr á friðarstóli og er hafinn yfir öll deilumál sem kunna að koma upp innan félagsins. Allir félagsmenn geta leitað til verndara, hvenær sem þeim þykir þörf, og fengið leiðsögn. Sé aðstoðar verndara óskað í málum sem koma upp utan félagsins skal hann ávallt taka hlið félagsmanna.
Að minnsta kosti tvo einstaklinga í árshátíðarmyndbandsnefnd.