Svangur?

Sett inn 10th Aug 2017 02:06:25 í Almennt

Fæst ekki bara með þjálf­un

„Fjall eins og K2 tek­ur rosa­lega á lík­amann og ég tala nú ekki um að taka Broad Peak og Lhot­se líka. Hvert fyr­ir sig er meiri­hátt­ar af­rek,“ seg­ir Tóm­as.

„Ég held að þetta sé eitt stærsta af­rek í ís­lenskri fjalla­mennsku og auðvitað bara lækn­is­fræðilega er þetta líka meiri­hátt­ar af­rek," seg­ir hann og bæt­ir við að þetta taki á vöðva og fitu­forða lík­am­ans og sýni styrk Johns Snorra.

Ekki eins og skrá sig í maraþon

John Snorri byrjaði á því að klífa fjallið Lhot­se í maí áður en hann kleif K2 í júlí. Hann ákvað svo að klífa Broad Peak í lok­in. „Þetta er mjög flott lagt upp hjá hon­um og ég held það hefði verið erfitt að fara á K2 án þess að vera bú­inn með annað fjall áður,“ seg­ir Tóm­as. En tind­arn­ir þrír eru all­ir yfir 8000 metra háir. 

„Ég held það megi ekki gleym­ast að þetta er ekki eins og að skrá sig í maraþon og byrja að hlaupa, svo áttu vond­an dag og þá ferðu bara í annað maraþon. Þú ert stadd­ur á K2 þar sem þú veist að einn af hverj­um fjór­um kem­ur ekki til baka og það eru snjóflóð, grjót­hrun og veðurfars­leg­ar aðstæður sem þú ræður ekki við,“ seg­ir Tóm­as og ít­rek­ar að gríðarleg­an and­leg­an styrk þurfi til, ekki síður en lík­am­leg­an.

John Snorri og Kári G. Schram eru á heim­leið en þeir komu í gær til Skar­du eft­ir maraþon­göngu frá grunn­búðum K2.