Stjórn kveður!

Sett inn 9th Apr 2019 11:37:09 í Almennt

Aðalfundur Naglanna fór fram föstudaginn 5. apríl sl.

Þar var Nanna Óttarsdóttir verðlaunuð, sem Vísindamaður ársins og allar lagabreytingatillögur voru samþykktar, nema tillagan um að breyta starfi hirðljósmyndara.

 

Á aðalfundi var kjörin ný stjórn Naglanna, sem mun starfa á skólaárinu 2019-2020. Nýkjörna stjórn skipa:

  • Formaður               Ásmundur Jóhannsson
  • Gjaldkeri                 Sara Kołodziejczyk
  • Skemmtanastjóri      Svavar Hrafn Ágústsson
  • Kynningarfulltrúi        Snærós Axelsdóttir
  • Ritari                         Björg Þorláksdóttir

 

Einnig var kosið í önnur embætti, þar af tvo einstaklinga í nýstofnaða árshátíðarmyndbandsnefnd;

  • Paparazzis:                                Ólafur Davíð Friðriksson & Kristján Þór Jónsson
  • Skoðunarmenn ársreikninga:        Nils Ólafur Egilsson & Þorvaldur Kári Vilhjálmsson
  • Íþróttafulltrúi:                              Atli Ágústsson
  • Umhverfis- og kennslumálafulltrúi:  Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir
  • Verndari:                                     Margrét Ásta Bjarnadóttir
  • Alþjóðafulltrúar:                          Lea Jóhannesdóttir & Björk Ingvarsdóttir
  • Árshátiðarmyndbandsnefnd:      Agnes Guðlaugsdóttir & Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir

Fráfarandi stjórn þakkar fyrir samveruna á starfsárinu og óskar nýkjörinni stjórn velfarnaðar í komandi störfum!

Löngu til komið að ná stjórninni saman á mynd! Það tókst að lokum :)

 

Þetta verður síðasta innlegg mitt hér, ég kveð að sinni;

Atli Freyr Þorvaldsson

Fráfarandi ritari Naglanna