Lagabreytingatillögur

Sett inn 6th Apr 2022 22:29:13 í Almennt

1. Orðalagi í 12. grein Lið g) sé breytt:

Áður: Tvo einstaklinga í árshátíðarmyndbandsnefnd. 

Tillaga: Að minnsta kosti tveir einstaklingar sitja í árshátíðarmyndbandsnefnd

2.​ Viðbót við 10. Grein um hlutverk kynningarfulltrúa:  

Kynningarfulltrúi hefur umsjón með kynningarstarfsemi félagsins út á við. Kynningarfulltrúi situr í árshátíðarnefnd FV. Kynningarfulltrúi kynnir alla viðburði Naglanna til félagsmanna.

3.​ Tekin yrði út 29. grein laganna sem segir:

Ef Naglameðlimurinn Þorsteinn Breki Eiríksson segist ætla mæta í 2021 FV útileguna er Kynningarfulltrúi stjórnarinnar 2020-2021, Elísabet Sunna Gunnardóttir, skilyrt að mæta einnig. Brot gegn þessum lögum er refsivert upp á 3 Bong sem tekin eru samfleytt.

4.  lög

Ávallt skal einn í ritstjórn Upp í Vindinn vera prófkúruhafi að reikningi blaðsins í stað þess að einungis gjaædkeri Naglanna sé með umsjón reikningsins. Undartekning væri ef gjaldkeri Naglanna sé einnig í ritstjórn Upp í Vindinn.