Lagabreytingatillögur

Sett inn 4th Apr 2019 14:29:05 í Almennt

1. Kosið verður á milli tveggja tillagna sem snúast um ábyrgð árshátíðarmyndbandsins.

  1. Stofnað verði nýtt embætti árshátíðarmyndbandsnefndar, skipuð tveim einstaklingum. Kosið yrði í embættið á aðalfundi.
  2. Það verði á ábyrgð hirðljósmyndaranna tveggja að myndbandið verði gert. M. ö. o.: Hirðljósmyndarar skulu einnig halda utan um árshátíðarmyndbandið og geta þeir leitað til stjórnar vegna eflingu og aðkomu annarra félagsmanna til gerðar þess og vinnslu. Þetta er viðbót við 12. grein, lið d)

2. Tekin yrði út 4. málsgrein 14. greinar laganna, sem segir: Skoðunarmenn ársreikninga    bera ábyrgð fyrir aðalfundi. 

3. Viðbót við 3. greinFélagsmenn eru þeir nemendur Umhverfis- og                      byggingarverkfræðideildar Háskóla Íslands (HÍ), sem greitt hafa árlegt félagsgjald. Allir    félagsmenn sem viðstaddir eru aðalfund, eða hafa lýst yfir framboði sínu áður, eru kjörgengir og eiga þar með kosningarétt á aðalfundi Naglanna. Aðrir en félagsmenn eru ekki kjörgengir og ekki boðaðir á aðalfund.

4. Viðbót við 12. grein, lið f): Einn einstakling í embætti verndara, öðru nafni  hagsmunafulltrúi, sem vakir yfir æru félagsmanna. Verndari situr á friðarstóli og er  hafinn yfir öll deilumál sem kunna að koma upp innan félagsins. Allir félagsmenn geta  leitað til verndara, hvenær sem þeim þykir þörf, og fengið leiðsögn hans. Sé aðstoðar  hans óskað í málum sem koma upp utan félagsins skal hann ávallt taka hlið félagsmanna.

5. Orðalagi í 10. og 12. grein sé breytt þannig að gætt sé að kynhlutleysi í lögunum. Í stað orðanna Hann og Hún, þá kemur kemur heiti embættisins eða "Stjórnin".

6. Kosið verður í tvennu lagi, um tvær viðbótargreinar í lögin.

  1. Annars vegar er það grein sem útskýrir Stanley-Cup betur en nú er gert í 21. grein. Þessi viðbótargrein yrði þá ný 22. grein. og yrði á þessa leið: Reglur Stanley-Cup eru sem svo: Bjór (þá helst 330 ml) skal drukkinn í einum sopa, áður en hafist er handa við að negla nagla (þá helst í spýtukubb, nógu þykkan) þar til haus hans er kominn niður. Fyrirkomulag keppninnar er í höndum stjórnar, en hentugt er að setja hana upp sem útsláttarkeppni, með eða án riðla, eftir fjölda þáttakenda.
  2. Hins vegar er það grein sem áskilur það að ef farið er í skíðaferð, þá verði ekki farið "heim" úr bænum á laugardagskvöldinu, fyrr en í fyrsta lagi klukkan 2 e. miðnætti.