Hringrás

Sett inn 26th Sep 2017 13:23:02 í Vísó

Kæra fjölskylda, við erum að fara í heimsókn í endurvinnslufyrirtækið HRINGRÁS! Við munum örugglega horfa á Wall-e og drekka bjór og haldast í hendur. Það er samt bara minn persónulegi draumur.

Allaveganna - þetta er eins og Sorpa! Nema öðruvísi? Heimasíðan segir að þau sérhæfi sig í losun spilliefna og endurvinnslu brotajárns! Dásamlegt! Ú, þau farga líka bílum. Það hljómar áhugavert! Þessi texti er ekki að ganga neitt sérstaklega vel, er búin að drekka mikið af kaffi í dag. Útskýrir öll upphrópunarmerkin. !!!!!!!!!!

Samt í alvöru talað - flott fyrirtæki, þau eru með fræðsluefni fyrir börn sem hentar örugglega vel fyrir okkur í glasi og þetta verður bara drullugaman. Líka eina fyrirtækið sem mun bara kynna umhverfisverkfræði! Komum saman á föstudag, mæting 16:45 í Klettagarða 9, 104 Reykjavík. 

Hér má finna áhugaverðar upplýsingar sem tengjast fyrirtækinu.