Fossinn

Sett inn 10th Aug 2017 02:08:28 í Vísó

Íbúar í Grafar­vogi hafa í sum­ar ít­rekað orðið var­ir við ólykt, sem þeir telja ber­ast frá at­vinnusvæðinu í Gufu­nesi. Hafa menn talað um sorplykt í þessu sam­bandi og bent á að óvenju stór­ir ruslahaug­ar blasi nú við fólki á svæði Íslenska gáma­fé­lags­ins, sem er eitt fyr­ir­tækj­anna á svæðinu. Auk þess eru Sorpa og Mold­ar­bland­an-gæðamold ehf. með end­ur­vinnslu og meðhöndl­un úr­gangs á svæðinu. 

„Ég hef búið hér í 12 ár og aldrei orðið var við svona lykt áður, en nú hef­ur ástandið verið þannig að maður hef­ur oft hrein­lega ekki lyst á að sitja úti á hlýj­um su­mar­kvöld­um,“ seg­ir Hall­grím­ur Beck íbúi í Rima­hverfi.

Þær Ingi­björg Eva og Dagný Edda, sem báðar búa í Rima­hverf­inu, staðfesta að þær hafi fundið sorplykt ber­ast yfir hverfið nú í sum­ar. Ingi­björg Eva, hef­ur búið í hverf­inu í ein 25 ár og varð fyrst vör við lykt­ina í mars-apríl á þessu ári og nú aft­ur í sum­ar.

Lykt­in er þó að sögn þeirra og fleiri íbúa mis­mik­il eft­ir dög­um, vindátt og veðri og eins virðast íbú­ar í þeim hlut­um Rima­hverf­is sem fjær eru Gufu­nesi ekki verða var­ir við lykt­ina.

Gat ekki hugsað sér að vera ut­an­dyra

Þegar fyr­ir­spurn um ólykt­ina er lögð fyr­ir lokaðan Face­book-hóp íbúa í Grafar­vogi kem­ur í ljós að íbú­ar í Borg­ar­hverfi, Hamra­hverfi og Folda­hverf­inu hafa einnig orðið var­ir við ólykt­ina. „Þessi rusla­fýla kem­ur alla leið upp í Folda­hverfi í vissri vindátt,“ seg­ir einn. „Kann­ast við það í vissri átt í Hamra­hverfi seg­ir ann­ar“ og fleiri taka í sama streng.

Einn viðmæl­andi, sem búið hef­ur í Rima­hverf­inu í rúm­an ára­tug, sagði slík­an yf­ir­gnæf­andi fnyk hafa borið fyr­ir vit sér nú í vor að hann hefði ekki geta hugsað sér að vera ut­an­dyra. Síðan hafi hann orðið var við lykt­ina í tvígang svo hann muni, en það sé í ekki fyrr en nú í ár sem hann hafi orði var við slíka ólykt.

„Ekki eðli­leg lykt í íbúðahverfi“

Snorri Helga­son, rekstr­ar­stjóri Skemmtig­arðsins í Grafar­vogi, sem staðsett­ur er í næsta ná­grenni við at­vinnusvæðið í Gufu­nesi, staðfest­ir að þangað ber­ist ólykt. „Þetta er al­gjör viðbjóður þegar þetta kem­ur og við erum búin að vera í sam­bandi við Heil­brigðis­eft­ir­litið frá því í fyrra með þetta,“ seg­ir hann.

„Við erum alltaf að láta vita af þessu og þeir hafa verið dug­leg­ir að koma til okk­ar. Þeir eru vænt­an­lega að gera sitt besta til að finna út úr þessu.“

For­svars­menn Skemmtig­arðsins urðu fyrst var­ir við lykt­ina í ein­hverj­um mæli eft­ir að þeir fluttu skrif­stof­ur fyr­ir­tæk­is­ins upp eft­ir í maí í fyrra. „Þá urðum við strax var­ir við lykt­ina,“ seg­ir Snorri og kveður hana ber­ast inn á skrif­stof­una.

„Eins og staðan er núna þá send­um við Heil­brigðis­eft­ir­lit­inu til­kynn­ingu þegar það berst ólykt og þá reyn­ir starfsmaður frá Heil­brigðis­eft­ir­lit­inu að koma og finna hvaðan lykt­in kem­ur.“

Starfs­menn eft­ir­lits­ins hafa að hans sögn komið á staðinn í þrígang nú í sum­ar þegar hann hef­ur sent þeim línu. „Þeir hafa al­veg fundið lykt­ina og vita að hún er til staðar.“

Veru­lega baga­legt sé hins veg­ar hve lang­an tíma það virðist taka Heil­brigðis­eft­ir­litið að greina ná­kvæm­lega hvaðan lykt­in kem­ur. „Við erum með tjald­stæði hérna svæðinu og þetta bitn­ar á okk­ar viðskipta­vin­um,“ seg­ir Snorri. „Það hafa líka komið hingað viðskipta­vin­ir sem eru úr hverf­inu og þeir hafa látið okk­ur vita að lykt­in ber­ist al­veg niður í garðinn hjá fólki. Þegar fólk er að grilla eða er úti á ver­önd, þá er þetta al­gjör viðbjóður og þetta er ekki eðli­leg lykt í íbúðahverfi.“