Falleg blóm

Sett inn 10th Aug 2017 02:03:41 í Almennt

„Það er al­veg aug­ljóst að lífeðlis­fræðilega hlýt­ur hann að vera gríðarlega sterk­ur í hæð og þola þunna loftið vel, það fæst ekki bara með þjálf­un,“ seg­ir Tóm­as Guðbjarts­son lækn­ir í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ir þau af­rek sem John Snorri hef­ur unnið á síðustu mánuðum ekki á allra færi.

Aðlög­un­ar­ferlið lækn­is­fræðilegt und­ur

„Ef ég myndi taka þig og setja á topp­inn á K2 þá mynd­ir þú bara líða út af og deyja á nokkr­um mín­út­um,“ seg­ir Tóm­as og bæt­ir við að sú aðlög­un sem þarf til þess að lík­am­inn venj­ist slíkri hæð sé gríðarleg vinna.

„Þetta er mjög flókið ferli og bara lækn­is­fræðilegt und­ur í raun­inni. Meðal ann­ars þá fram­leiðir blóðið miklu meira af rauðum blóðkorn­um til þess að ná bet­ur því súr­efni sem er í boði, blóðið verður mjög þykkt. Lung­un anda hraðar og dýpra og hjartað dæl­ir hraðar og dæl­ir meira í hverju slagi,“ út­skýr­ir Tóm­as.

Ekki síður and­leg­ur styrk­ur sem þarf til

Tóm­as seg­ir að þótt hann sé ekki bú­inn að gera rann­sókn­ir á John Snorra sé aug­ljóst af af­rek­um hans að hann sé bæði gríðarlega sterk­ur íþróttamaður og út­halds­góður í hæð. „Svo má ekki gleyma því að það er ekki síður and­leg­ur styrk­ur sem þarf til þess að klára svona verk­efni,“ seg­ir hann.

„Þú þarft jafn­vel að bíða í tjaldi svo sól­ar­hring­um skipt­ir og halda and­legri heilsu til þess að tak­ast á við verk­efnið,“ seg­ir Tóm­as. Hann seg­ir mik­il­vægt að átta sig á því að af­rek Johns Snorra séu ekki eitt­hvað sem all­ir geti gert. „Það hafa verið gerðar rann­sókn­ir á bestu fjalla­mönn­um heims á rann­sókn­ar­stof­um til þess að reyna að kom­ast að því hvað skil­ur þá frá öðrum,“ seg­ir hann bæt­ir við ekki sé komið end­an­legt svar við því.