Falleg blóm
Sett inn 10th Aug 2017 02:03:41 í Almennt
„Það er alveg augljóst að lífeðlisfræðilega hlýtur hann að vera gríðarlega sterkur í hæð og þola þunna loftið vel, það fæst ekki bara með þjálfun,“ segir Tómas Guðbjartsson læknir í samtali við mbl.is. Hann segir þau afrek sem John Snorri hefur unnið á síðustu mánuðum ekki á allra færi.
Aðlögunarferlið læknisfræðilegt undur
„Ef ég myndi taka þig og setja á toppinn á K2 þá myndir þú bara líða út af og deyja á nokkrum mínútum,“ segir Tómas og bætir við að sú aðlögun sem þarf til þess að líkaminn venjist slíkri hæð sé gríðarleg vinna.
„Þetta er mjög flókið ferli og bara læknisfræðilegt undur í rauninni. Meðal annars þá framleiðir blóðið miklu meira af rauðum blóðkornum til þess að ná betur því súrefni sem er í boði, blóðið verður mjög þykkt. Lungun anda hraðar og dýpra og hjartað dælir hraðar og dælir meira í hverju slagi,“ útskýrir Tómas.
Ekki síður andlegur styrkur sem þarf til
Tómas segir að þótt hann sé ekki búinn að gera rannsóknir á John Snorra sé augljóst af afrekum hans að hann sé bæði gríðarlega sterkur íþróttamaður og úthaldsgóður í hæð. „Svo má ekki gleyma því að það er ekki síður andlegur styrkur sem þarf til þess að klára svona verkefni,“ segir hann.
„Þú þarft jafnvel að bíða í tjaldi svo sólarhringum skiptir og halda andlegri heilsu til þess að takast á við verkefnið,“ segir Tómas. Hann segir mikilvægt að átta sig á því að afrek Johns Snorra séu ekki eitthvað sem allir geti gert. „Það hafa verið gerðar rannsóknir á bestu fjallamönnum heims á rannsóknarstofum til þess að reyna að komast að því hvað skilur þá frá öðrum,“ segir hann bætir við ekki sé komið endanlegt svar við því.