Naglar eru nemendafélag Umhverfis- og byggingarverkfræði HÍ. Hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna og að sjá um skipulagningu stórskemmtilegra viðburða yfir veturinn. Flesta föstudaga verða vísindaferðir í spennandi fyrirtæki og auk þess eru árlegir viðburðir
Umhverfis- og byggingarverkfræði er þriggja ára nám sem lýkur með BS-gráðu. Meðal fagsviða eru mannvirkjahönnun, umhverfisverkfræði, vatna- og straumfræði, skipulag og samgöngur, og jarðtækni og grundun. Fyrstu tvö árin eru skyldunámskeið sem leggja undirstöðu námsins með talsverðri áherslu á stærðfræði og eðlisfræði ásamt grunnnámskeiðum í verkfræði. Á þriðja ári eru verkfræðinámskeið ráðandi og boðið upp á valfög þar sem nemendur geta sérhæft sig.